Kistur fyrir látin gæludýr

Gæludýrin eru okkur afar kær og eru jafnan fullgildir fjölskyldumeðlimir.

Þau eru elskuð og virt fyrir þeirra einstaka persónuleika. Við köllum þau „málleysingja“, en þau sýna okkur fullan skilning, skilyrðislausa ást og virðingu. Gæludýr er réttnefni, því helst vildu þau liggja með eigandanum í gælum … eða fara út að leika.

Það er því sárt og mikill missir þegar þau skilja við þessa jarðvist. Við söknum þeirra mikið og viljum heiðra minningu þeirra. Að jarða þau með fallegri og virðulegri athöfn græðir söknuðinn, um leið að það fyllir upp í þá reisn sem við manneskjurnar viljum sýna vinum okkar úr dýraríkinu.
– – –
Við smíðum fallegar og vandaðar líkkistur fyrir gæludýr eftir pöntun og skv. máli.
Við getum einnig látið fylgja rauðan eða hvítan flauels poka.
Að sjálfsögðu brennum við kross á lokið eða annað tákn – eða mynd af dýrinu, nafn gæludýrsins og kveðju … allt eftir óskum aðstandanda.

Vinsamlega hafið samband – allar nánari upplýsingar fúslega veittar.