Þorratrog

Gerum þorrablótin glæsileg með fallegum og sérskreyttum þorratrogum!

Blessaður þorramaturinn nýtur sín vel og er óvenju girnilegur á trogum handsmíðuðum af Kristjáni Sveinssyni.
Hvort sem Þorra er blótað í heimahúsum, á vinnustöðum, á veitingastöðum eða í félagsheimilum er smekkleg framsetning borðbúnaðar og umgjörð um okkar einstaka, ljúfenga og þjóðlega mat oftast forsendan fyrir glöðum matargestum.
Þorratrog Kristjáns eru fallega og þjóðlega skreytt með sérstakri brennsluaðferð, en hægt er að fá þau sérmerkt að ósk kaupanda með t.d. sérstakri kveðju, nöfnum, staðar- eða bæjarheiti, málshætti o.s.fv. Allt slíkt er innifalið í verði og gert í samráði við Kristján og/eða spúsu hans, Hönnu.

Sérmerkingar á þorratroginu að ósk kaupanda er innifalin í verði. Tekið er við pöntunum í gegnum tölvupóst. Vinsamlegast hafið samband.