Spilastokkurinn góði er ómetanleg gjöf.
Okkur Íslendingum þykir skemmtilegt að grípa í spil og í mörgum fjölskyldum er það ástríða sem allir hafa gaman af, ungir sem aldnir.
Fjölskyldan sameinast yfir Ólsen-Ólsen, Veiðimanni, Kana, Rommí, Vist, Bridge og jafnvel Póker … o.fl. o.fl. Spilakvöldin skilja eftir sig hlýjar minningar og verða sum hver ógleymanleg. Unga fólkið sækist í félagsskap annara ungmenna, sem einnig hafa alist upp við skemmtileg spilakvöld og oftar en ekki er stofnaður spilaklúbbur, sem svo bindur saman nýjar fjölskyldur og úr verður ævilöng vinátta.
Slys og veikindi hafa í mörgum tilvikum eyðilagt þessa einlægu spilagleði og spillt þeirri félagslegu nautn sem góðir spilafélagar eru. Hvers vegna? Það þarf jú tvær hendur til að geta „gripið í spil“. Spilastokkurinn góði kemur til móts við þá sem vilja ekki vera utangátta í spilagleðinni. Eins og myndin sýnir er hann hannaður til að hjálpa þeim sem hafa bara aðra höndina til að vinna úr sinni „spila hendi“.
– – –
Spilastokkurinn góði er kærkomin gjöf og við getum merkt hann og skreytt að ykkar ósk. Vinsamlega hafið samband – allar nánari upplýsingar fúslega veittar.